Hér getur þú keypt harðfisk á netinu með því að smella á myndirnar
Sendingarkostnaður á næsta pósthús
innifalinn í verði


Steinbítur 2 KG
Uppseldur
Með vsk &
flutningskostnaði

Lúða 2 KG
Uppseld
Með vsk &
flutningskostnaði

UM HARÐFISKVERKUN FINNBOGA
Harðfiskverkunin var stofnuð 1985 af Finnboga Jónassyni. Hert er ýsa, steinbítur, þorskur og lúða. Harðfiskurinn okkar hefur verið þurrkaður eftir aldagamalli hefð í hjöllum í Vestfirsku sjávarlofti frá upphafi.
Fyrstu árin var allt hert í hjalli á Eyrarhlíð sem enn er í notkun, en seinna var keyptur stór hjallur í Arnardal þar sem megnið af fiskinum er þurrkað í dag.
Öll framleiðslan er hjallþurrkuð, ekkert er inniþurrkað og er hengt á hjall frá mánaðamótum sept- okt og fram að mánaðamótum apríl – maí, fer það nokkuð eftir veðri. Einungis er hengt upp í köldu veðri, svo bestu gæðum sé náð.
Fullur af prótíni, snauður af fitu og kolvetnum. Náttúrulega hrein afurð stútfull af hollustu.



HAFA SAMBAND
fISKVERKUN@FISKVERKUN.IS
Sími: 4563250
©2021 by Harðfiskverkun Finnboga Kt. 480508-0680 Vsk: 98306
Skeiði 3, 400 Ísafirði