Karfa

Harðfiskverkunin var stofnuð 1985 af Finnboga Jónassyni og hert er Ýsa, Steinbítur og Þorskur.

Fyrstu árin var allt hert í hjalli á Eyrarhlíð sem enn er í notkun, en seinna var keyptur stór hjallur í Arnardal þar sem megnið af fiskinum er þurrkað í dag.

Öll framleiðslan er hjallþurrkuð, ekkert er inniþurrkað og er hengt á hjall frá mánaðamótum sept- okt og fram að mánaðamótum apríl – maí, fer það nokkuð eftir veðri. Einungis er hengt upp í köldu veðri, til að bestu gæðum sé náð.